Vel heppnað námskeið í kræklingatínslu

Líffræði kræklingsinsÞriðjudagskvöldið 23. apríl var haldið námskeið í kræklingatínslu hjá Þekkingarsetrinu. Námskeiðið var vel sótt og vakti mikla ánægju meðal viðstaddra. Dr. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum, fjallaði um kræklinginn og líffræði hans en athyglin beindist þó sérstaklega að því sem hafa þarf í huga þegar hann er tíndur til matar.

Hér er einn þátttakenda, Sigurður Gestsson, með lifandi krossfisk í lófanum.
Hér er einn þátttakenda, Sigurður Gestsson, með lifandi krossfisk í lófanum.
Þátttakendur fengu að smakka krækling og fylgjast með ýmsum lifandi sjávardýrum. Kræklingatínslan sjálf fer svo fram næsta laugardag í Hvalfirðinum, vonandi verður af nógu að taka.Fylgst með