Umhverfissjóður Fríhafnarinnar styrkir rannsóknir Þekkingarsetursins

mynd5

Þekkingarsetur Suðurnesja hlaut nýverið styrk úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar, en þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Þekkingarsetrið, Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofa Suðvesturlands hafa undanfarið unnið að grunnrannsóknum á fjörusvæðum á Reykjanesskaganum og kortlagningu á vistfræði fjaranna og hlaut setrið styrk til áframhaldandi rannsókna á fjöruvistsvæði Reykjanesskagans.

Styrkirnir voru afhentir við glæsilega athöfn 16. apríl síðastliðinn og má skoða fleiri myndir frá athöfninni og lesa um þau verkefni er hlutu styrk hérna.