Tveir þingmenn Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason og Oddný Harðardóttir, komu í heimsókn til okkar fyrr í mánuðinum ásamt fulltrúum bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs, þeim Ólafi Þór Ólafssyni og Jónínu Hólm, og fulltrúa Samfylkingarfélagsins í Sandgerði, Andra Þór Ólafssyni. Þau voru hér til að kynna sér starfsemi Þekkingarsetursins og fengu skoðunarferð um rannsóknaaðstöðuna.
Annar þingmannanna reyndist mjög hugaður og náðum við þessari skemmtilegu mynd af honum þar sem hann heldur á grjótkrabba 🙂