Þingmenn Samfylkingar í heimsókn

P1000173
Tveir þingmenn Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason og Oddný Harðardóttir, komu í heimsókn til okkar fyrr í mánuðinum ásamt fulltrúum bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs, þeim Ólafi Þór Ólafssyni og Jónínu Hólm, og fulltrúa Samfylkingarfélagsins í Sandgerði, Andra Þór Ólafssyni. Þau voru hér til að kynna sér starfsemi Þekkingarsetursins og fengu skoðunarferð um rannsóknaaðstöðuna.

Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum sýnir gestunum grjótkrabba.
Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum sýnir gestunum grjótkrabba.

Annar þingmannanna reyndist mjög hugaður og náðum við þessari skemmtilegu mynd af honum þar sem hann heldur á grjótkrabba 🙂
P1000171