Síðasta sýnatakan í tveggja ára vöktunarverkefni fór fram í gær í kulda og fárviðri, þar sem þessar skemmtilegu myndir voru teknar.
Líffræðingar Þekkingarsetursins og Náttúrustofu Suðvesturlands hafa undanfarin tvö ár tekið mánaðarleg sýni í grýttum fjörum og setfjörum við Sandgerði til þess að rannsaka árstíðabundinn breytileika í samfélagsgerð smádýra og fjölda lykillífvera í fjörum.
Þessi rannsókn er algjört einsdæmi hér á landi og býr til undirstöðuþekking á árstíðabreytingum og eðli þeirra, sem er mikilvægur grunnur fyrir frekari rannsóknir á lífríki fjara. Þessi nýja þekking er m.a. mikilvæg fyrir fuglarannsóknir þar sem þekkt er að ákveðnar fuglategundir (t.d. tildra, sanderla, sendlingur og sandlóa) sækja í ákveðnar fjörur en enn er ekki nákvæmlega vitað hvað það er sem þær sækja í.