Þekkingarsetur Suðurnesja var í hópi þeirra sem hlutu styrk úr Vaxtarsamningi Suðurnesja, en þeim var úthlutað við hátíðlega athöfn þann 15. janúar. Verkefnið okkar kallast Fjörur á Reykjanesi – vannýtt auðlind í ferðaþjónustu og verður unnið í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands, Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum, Reykjanes jarðvang, Markaðsstofu Reykjaness og Hópferðir Sævars Baldurssonar. Markmiðið með verkefninu er að kortleggja aðgengilegar fjörur á Reykjanesi með rannsóknir, nytjar og ferðaþjónustu í huga. Verkefninu var úthlutað einni milljón króna úr Vaxtarsamningnum og færum við úthlutunarnefnd kærar þakkir fyrir.
Hér má lesa um verkefnin fimmtán sem fengu styrk að þessu sinni.