Þekkingarsetrið á Mannamóti Markaðsstofanna

2

Þekkingarsetrið tók þátt í Mannamóti markaðsstofanna sem haldið var í gær í Reykjavík. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og hér fengu landsbyggðarfyrirtæki tækifæri til að kynna starfsemi sína fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu.

Þekkingarsetrið kynnti sýningarnar tvær sem í boði eru á Garðveginum auk þess sem fólk gat horft á kynningarmyndband um rannsóknaaðstöðu setursins og stoðstofnana þess.

1