Starfsmenn Þekkingarsetursins á Líffræðiráðstefnunni 2013

P1000150
Líffræðiráðstefnan 2013 verður haldin 8. og 9. nóvember í Háskóla Íslands. Líffræðingarnir á rannsóknastöð Þekkingarsetursins, þau Íris, Sunna og Sölvi, eru á fullu í undirbúningi fyrir ráðstefnuna en þau taka þátt í veggspjaldasýningunni sem verður í Öskju. Þar munu þau kynna rannsóknarverkefni sitt – Árstíðabundinn breytileiki í fjöruvistum á Suðvesturlandi, en það er eitt af því sem þau vinna að í Þekkingarsetrinu.

Hér eru þær Sunna og Íris með Halldóri Pálmari Halldórssyni, forstöðumanni Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum, en hann er annar tveggja leiðbeinenda í verkefninu
Hér eru þær Sunna og Íris með Halldóri Pálmari Halldórssyni, forstöðumanni Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum, en hann er annar tveggja leiðbeinenda í verkefninu