Sölvi Rúnar kjörinn formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags

Sölvi Rúnar

Þann 27. febrúar sl. fór fram aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Að loknu áhugaverðu erindi Sigurðar Thorlacius um áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þar á meðal fór fram kjör stjórnar félagsins.

Líffræðingurinn og doktorsneminn Sölvi Rúnar Vignisson hjá Þekkingarsetri Suðurnesja var þar kjörinn formaður félagsins en félagið er eitt elsta starfandi félag landsins og gefur m.a. út Náttúrufræðinginn, sem er alþjóðlegt fræðslurit þar sem birtar eru greinar um náttúrufræði, bæði fræðilegar og almennar.

Við mælum eindregið með því að allir skrái sig í félagið og fari þar með í áskrift að Náttúrufræðingnum í heimsendingu og styrki þannig íslensk náttúruvísindi og náttúruvernd.  

Við óskum Sölva Rúnari innilega til hamingju með kjörið en hér að neðan má sjá nýja stjórn félagsins sem kjörin var á aðalfundinum 27.febrúar sl.

  • Sölvi Rúnar Vignisson, formaður.
  • Sveinn Kári Valdimarsson, varaformaður
  • Anna Heiða Ólafsdóttir, félagsvörður.
  • Benedikt Traustason, vefstjóri.
  • Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, gjaldkeri.
  • Einar Pétur Jónsson, kynningarstjóri.
  • María Helga Guðmundsdóttir, ritari.