Safnahelgi á Suðurnesjum

KolkrabbiHelgina 16. og 17. mars verður safnahelgi á Suðurnesjum og þá verður opið hjá okkur í Þekkingarsetrinu.

Laugardaginn 16. mars verða sýningar að miklu leyti lokaðar vegna funda en ýmis sjávardýr verða til sýnis frá kl. 13-17. Gestir geta skoðað dýrin í miklu návígi og fengið að halda á þeim ef þeir þora!

Sunnudaginn 17. mars verða sýningar opnar frá kl. 13-17 og sjávardýr enn til sýnis.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Nánari upplýsingar um safnahelgina má finna hér.