Roðsútunarnámskeið um helgina

Það var mikið unnið í Þekkingarsetrinu um helgina þegar þessi hressi hópur fólks mætti á roðsútunarnámskeið með Lene Zachariassen. Lene kenndi náttúrulegar aðferðir við roðsútun m.a. með álún og berki. Það er óhætt að segja að þáttakendur hafi farið glaðir og margs vísari heim á sunnudaginn eftir skemmtilegt helgarnámskeið, með fallega unnin roð í farteskinu.

Við hjá Þekkingarsetrinu þökkum Lene og öllum þátttakendum námskeiðsins kærlega fyrir yndislega helgi.

2015-04-10 18.50.43

Börkurinn brotinn niður

2015-04-10 19.20.22

Mismunandi sútunaraðferðir ræddar

2015-04-10 19.53.10

Roðin hengd upp eftir barkarbað og  innfitun

2015-04-10 19.52.48

Mismunandi roð sem hægt er að lita í regnbogans litum