Námskeið með Ásdísi grasalækni þriðjudaginn 14. október

Þekkingarsetur Suðurnesja, í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, stendur fyrir námskeiði um íslenskar lækningajurtir með Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni þar sem kennt verður að tína og nota íslenskar lækningajurtir.
ásdísgrasa

Ásdís grasalæknir hefur um margra ára skeið bætt lífsgæði og heilsu fólks með lífrænum jurtum. Á námskeiðinu verður kennt hvernig á að tína, þurrka og geyma jurtir. Farið verður yfir virk efni jurtum og notkun í ýmssa algengra íslenskra jurta í daglegu lífi. Einnig verður kennt að útbúa jurtate, seyði, tinktúrur og jurtablöndur, auk uppskrifta að jurtablöndum. Þátttakendur fá vegleg námskeiðsgögn

Námskeiðið er haldið þriðjudaginn 14. október frá kl. 20:00-21:30 í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Skráning er hér.