Hvalreki á Hvalsnesi

Í gær gekk Guðmundur Falk, áhugaljósmyndari, fram á dauðan hval sem rekið hafði á land norðan af Hvalsnesi.

Hvalreki 1

Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetrinu fór á staðinn í roki og rigningu, greindi og mældi hvalinn og tók erfða- og fitusýni fyrir Hafrannsóknastofnun.

Hvalreki 5

Hvalurinn reyndist vera um 18 metra löng langreyð. Langreyður er næststærsta hvaltegundin og nærststærsta dýrategund heims. Fullvaxta dýr eru um 18-22 m og um 40-70 tonn á þyngd.

Hvalreki 4

Hvalreki 2

Hvalreki 3