Heimskautin heilla vex og dafnar

Þan 11.mars sl. heimsótti Sophie Jacob, barnabarnabarnabarn franska skipstjórans, heimskautafarans og vísindamannsins, Jean Baptiste Charcot Þekkingarsetrið ásamt fylgdarfólki.

Tilefnið var undirritun samnings milli Vinafélags Charcot (Les Amis de Jean-Baptiste Charcot), Háskóla Íslands og Suðurnesjabæjar um varðveislu og áframhaldandi samstarf vegna sýningarinnar Heimskautin heilla sem hefur verið hýst og í umsjón Þekkingarseturs Suðurnesja undanfarin ár. Sýningin var upphaflega opnuð árið 2007. Ásamt undirritun samningsins voru einnig afhjúpuð minningarorð ömmu Sophie, Anne-Marie um afa sinn, Jean Baptiste Charcot auk ljósmynda. Anne-Marie, hafði áður verið hollvinur sýningarinnar en eftir fráfall hennar árið 2017 tók dóttir hennar við umsjón erfða- og sýningargripa fjölskyldunnar ásamt börnum sínum.

Undirritaður var samningur við hátíðlega athöfn í Þekkingarsetrinu þar sem fulltrúar allra viðkomandi stofnanna og tók Jörundur Svavarsson, verndari sýningarinnar í gegnum árin ásamt Friðriki Rafnssyni, á móti gestum. Þá var sendiherra Frakklands á Íslandi einnig mættur til að heiðra samkomuna auk valinna einstaklinga úr háskólasamfélaginu á Íslandi og í Frakklandi.
Sophie last hjartnæm orð frá móður sinni og sjálfri sér þar sem hún þakkaði fyrir allt saman og minntist ömmu sinnar Anne-Marie og afa síns, Jean Baptiste.

Sophie færði sýningunni m.a. tuskudýr úr flaki Pourqoui-Pas? sem skolaði á land árið 1936 auk áttavita úr eigu Charcot en nýverið var einnig komið fyrir fleiri áttavitum, minnisbók og fleiru sem sýningin hefur safnað til sín nýlega. Enn er von á frekari uppfærslum á sýningargripum.

Dagana 17. – 18.mars nk. fer fram Safnahelgi á Suðurnesjum og gefst gestum því tækifæri á að heimsækja sýninguna Heimskautin heilla án endurgjalds og verður sýningin opnuð sérstaklega vegna safnahelgar frá 13-17 bæði laugardag og sunnudag. Einnig verður hægt að virða fyrir sér náttúrugripasýninguna okkar auk listasýningar okkar Huldir heimar hafsins.