Fyrsta útgáfa Fróðleiksfúsa afhent

 Mánudaginn 18.desember sl. fögnuðu útskriftarnemar tölvunarbrautar Háskólinn í Reykjavík, sem séð hafa um forritun á verkefninu okkar, FRÓÐLEIKSFÚSI, síðustu mánuði, vel unnum störfum með stórkoslegri kynningu fyrir gesti, prófdómara og leiðbeinendur.
Daníel Hjálmtýsson, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar og (eins og nemendur kusu að kalla hann) Faðir Fróðleiksfúsa, var boðið og honum afhent fyrsta útgáfa af Fróðleiksfúsa. Þekkingarsetrið hlaut styrk úr samfélagssjóði HS Orka til að koma verkefninu á fjölda spjaldtölva til notkunar í Þekkingarsetrinu á næstu misserum.

Þökkum við Origo Ísland fyrir ráðgjöf og þjónustu sömuleiðis.

Óskum við þeim Önnu Rósu Ásgeirsdóttur, Finni Eiríkssyni, Kristínu Þórðardóttur og Þóreyju Ósk Árnadóttur innilega til hamingju með framúrskarandi kynningu, lokaverkefni, gjöfult og gott samstarf og hlökkum til að þróa heim Fróðleiksfúsa áfram um ókomin ár. Einnig þökkum við JÖKULÁ fyrir frábært samstarf í hönnunarferlinu og hlökkum til frekara samstarfs á komandi árum.
Fróðleiksfúsi verður formlega kynntur til leiks í Þekkingarsetrinu í janúar 2024 og verður það auglýst fljótlega. 
Verkefnið fékk styrkt til þróunar og framleiðslu úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir árið 2023