Fjölbreytt fræðsla á Líffræðiráðstefnu

Líffræðiráðstefnan fór fram um síðustu helgi í húsakynnum Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar en þar stigu í pontu þorri starfsfólks allra þeirra stofnanna sem finnast innan Þekkingarseturs Suðurnesja.

Þau Sindri Gíslason og Joana Micael fluttu erindi Náttúrustofu Suðvesturlands; Non-indigenous species and the marine aquarium trade in Iceland (Micael) og A new mollusc in town: Ensis terranovensis invades Iceland (Gíslason) en seinna erindið fjallaði einmitt um fund nýrrar tegundir, Sindraskeljar, sem er vægast sagt áhugavert.

Halldór Pálmar Halldórsson leiddi þríeyki frá Rannsóknarstofu Háskóla Íslands á Suðurnesjum með Monitoring and impact of tributyltin (TBT) the past 30 years near Icelandic harbours, sem hann hefur unnið ásamt þeim Hermanni Dreka Guls, Söndru Dögg Georgsdóttir og Jörundi Svavarssyni um nokkurt skeið. Sandra Dögg hélt þá erindið The effects of pollutants on blue mussel (Mytilus edulis) in harbours in Suðurnes assessed using biomarkers.

Þá hélt  Sölvi Rúnar Vignisson erindið Oystercatchers on the move. 

Auk erindanna voru birt nokkur ný veggspjöld frá stofnunum innan setursins um vöktun bjarfugla á Íslandi frá árinu 2009 til ársins 2022 (samstarfsverkefni Náttúrustofu, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunnar og fleiri aðila), Ný tegund í Atlantshafi – Svartserkur (Melanochlamys diomedea (Bergh, 1894) sem Náttúrustofa birtir ásamt Hafrannsóknarstofnun og Eru íslenskar hafnir mengaðar? frá Rannsóknarsetri HÍ á Suðurnesjum.

Líffræðiráðstefnan er haldin annað hvert ár hér á landi og er stærsti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Það er því mikill heiður að slík flóra vísindamanna starfandi undir þaki Þekkingarseturs Suðurnesja stimpli sig svo ærlega inn þetta árið.