Fyrirlestrinum Hver var Jean-Baptiste Charcot? sem halda átti fimmtudaginn 21. mars kl. 20 verður frestað fram á haust vegna forfalla.
Skipulag haustnámskeiða Þekkingarsetursins mun birtast hér og á heimasíðu MSS í byrjun september.
Helgina 16. og 17. mars verður safnahelgi á Suðurnesjum og þá verður opið hjá okkur í Þekkingarsetrinu.
Laugardaginn 16. mars verða sýningar að miklu leyti lokaðar vegna funda en ýmis sjávardýr verða til sýnis frá kl. 13-17. Gestir geta skoðað dýrin í miklu návígi og fengið að halda á þeim ef þeir þora!
Sunnudaginn 17. mars verða sýningar opnar frá kl. 13-17 og sjávardýr enn til sýnis.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Nánari upplýsingar um safnahelgina má finna hér.
Fyrirlestrinum Hafið gaf og hafið tók sem halda átti í kvöld verður frestað um viku vegna veðurs.
Hann verður því miðvikudaginn 13. mars kl. 20:00.
Enn er hægt að skrá sig hérna