Safnahelgi á Suðurnesjum

KolkrabbiHelgina 16. og 17. mars verður safnahelgi á Suðurnesjum og þá verður opið hjá okkur í Þekkingarsetrinu.

Laugardaginn 16. mars verða sýningar að miklu leyti lokaðar vegna funda en ýmis sjávardýr verða til sýnis frá kl. 13-17. Gestir geta skoðað dýrin í miklu návígi og fengið að halda á þeim ef þeir þora!

Sunnudaginn 17. mars verða sýningar opnar frá kl. 13-17 og sjávardýr enn til sýnis.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Nánari upplýsingar um safnahelgina má finna hér.

Sumarstarf hjá Þekkingarsetri Suðurnesja

Þekkingarsetur
Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar frá og með 3. júní til og með 30. ágúst. Sóst er eftir háskólanema í náttúrufræðum eða hugvísindum og æskilegt er að hann sé búsettur á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af þjónustustörfum, mikla þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og góða íslensku- og enskukunnáttu.
Starfið felur í sér umsjón með sýningum Þekkingarsetursins og móttöku gesta, textaskrif, þrif og önnur tilfallandi verkefni. Gert er ráð fyrir einhverri helgarvinnu.

Starfsumsókn ásamt ferilskrá skal senda með tölvupósti fyrir 12. mars 2013. Frekari upplýsingar um starfið má fá hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Þekkingarsetursins, í síma 423-7555.