Ársfundur Rannsóknarsetra Háskóla Íslands á Húsavík

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands var haldinn á Húsavík í síðustu viku. Um sjötíu manns sóttu fundinn. Á fundinum voru m.a. kynntar rannsóknir sem unnar eru við rannsóknasetur HÍ víðsvegar um landið. Soffía Karen Magnúsdóttir, meistaranemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum sem er önnur stoðstofnana Þekkingarsetursins, kynnti þar rannsókn sína á mögulegu eldi á evrópska humrinum á Íslandi, sem fer nú fram hér í Sandgerði.

IMG_3689

Heimkynni evrópska humarsins eru í hlýjum sjó Miðjarðarhafsins, Svartahafsins og við Atlantshafsstrendur Frakklands, Bretlands og Spánar. Því er hann ræktaður í upphituðum sjó hér í rannsóknaraðstöðu Þekkingarsetursins. Við kjöraðstæður getur evrópski humarinn orðið allt að sextíu sentímetrar að lengd og sex kílóa þungur og þykir hinn ljúffengasti veisluréttur.

IMG_3511 Soffía Karen Magnúsdóttir, meistaranemi

Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna-Verkfræði ehf, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Þekkingarsetur Suðurnesja, auk tveggja erlendra fyrirtækja.

mynd_halldór

Evrópski humarinn (Mynd: Halldór Pálmar Halldórsson)