Árleg vísindaferð líffræðinema í Þekkingarsetrið

Það er óhætt að segja að líf og fjör hafi verið í Þekkingarsetrinu á föstudagskvöldið þegar hressir líffræðinemar við HÍ komu í árlega vísindaferð þeirra í Þekkingarsetrið. Hinir verðandi líffræðingar skoðuðu sýningarnar, fengu kynningar á starfsemi Þekkingarsetursins og stoðstofnanna þess, Náttúrustofu Suðvesturlands og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum, og brugðu á ýmiskonar sprell.

2015-01-30 19.17.18
Sölvi að kynna starfsemi Þekkingarsetursins

2015-01-30 19.20.06
Krabbaskoðun með Halldóri

2015-01-30 18.53.14
Sunna kynnir önnur gæludýr Þekkingarsetursins

2015-01-30 20.14.27
Veitingarnar runnu ljúflega niður. Skál!