Síðasti ársfundur INTERACT III Evrópuverkefnisins var haldinn á Skáni í Svíþjóð dagana 5. – 7. nóvember síðastliðinn og fóru fundahöld fram á Smyguhus Havsbad hótelinu við góðan róm gesta.

Fulltrúar um 60 rannsóknastöðva víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku sóttu fundinn sem var bæði gagnlegur og skemmtilegur.
Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðukona Þekkingarseturs Suðurnesja sótti fundinn fyrir hönd Þekkingarsetursins, sem hefur verið virkur hluti netverks rannsóknarstöðva INTERACT verkefnisins sem staðið hefur síðan árið 2011.

Nú við lok verkefnisins er ekki ljóst hvernig framhaldið verður, nema að því leyti að allir þátttakendur vonast til áframhaldandi samstarfs, enda tengsl þeirra á milli orðin sterk og gjöful.

INTERACT Non Profit Association hefur nú verið stofnað og munu þau samtök taka við öllu því góða starfi sem unnið hefur verið í gegnum INTERACT.

Nánar má kynna sér sögu og meginmarkmið INTERACT hér