Námskeið

Fylgst með Þekkingarsetur Suðurnesja mun í samstarfi við fræðslu- og menntastofnanir, standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum sem tengjast starfssviði setursins og stoðstofnana þess. Fyrstu námskeiðin voru haldin vorið 2013 í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Þekkingarseturs Suðurnesja að Garðvegi 1, Sandgerði nema að annað sé tekið fram í námskeiðslýsingu.

Námskeið á vorönn 2017:
Handverk úr hrosshári – Þriðjudaginn 28. mars, miðvikudaginn 29. mars og fimmtudaginn 30. mars frá kl. 18:00 – 22:00Á námskeiðinu verður farið í gegnum hvernig tögl eru þvegin og meðhöndluð frá sláturhúsi til handverks ásamt því að skoða hvernig þau eru flokkuð og fléttuð eftir mismunandi aðferðum. Ef tími gefst verða taglhárin spunninn og slegin saman í reipi.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Kennari: Lene Zachariassen

Verð: 30.000 kr.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 8 manns

Skráning

Hnýtt og kastað – Fimmtudaginn 6. apríl frá kl. 20:00 – 22:00 og laugardaginn 8. apríl frá kl. 12:00 – 14:00Farið verður yfir grunnatriði fluguhnýtinga og réttu handtökin við veiði á flugustöng kennd.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og verslunina Flugukofann í Reykjanesbæ.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði á fimmtudeginum en við Seltjörn á laugardeginum. Mæting við húsið.

Kennari: Júlíus G. Gunnlaugsson, eigandi Flugukofans

Verð: 3.000 kr.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 10 manns

Skráning