Námskeið

IMG_3441
Þekkingarsetur Suðurnesja mun í samstarfi við fræðslu- og menntastofnanir, standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum sem tengjast starfssviði setursins og stoðstofnana þess. Fyrstu námskeiðin voru haldin vorið 2013 í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Þekkingarseturs Suðurnesja að Garðvegi 1, Sandgerði nema að annað sé tekið fram í námskeiðslýsingu.

Námskeið á haustönn 2017:
Skinnsútun – Laugardaginn 14. október og sunnudaginn 15. október frá kl. 9:00-17:00.

Á námskeiðinu verður farið í alla þætti sútunarferlis á lambsgærum og handbrögðin kennd. Þátttakendur fá gæru til að vinna með á námskeiðinu og taka með sér heim að því loknu. Sútunarferlið tekur í rauntíma fjórar til fimm vikur og þátttakendur þurfa að halda áfram að vinna með sína gæru heima að námskeiði loknu.

Gott er að þátttakendur taki með sér vatnshelda skó og svuntu.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Kennari: Lene Zachariassen

Verð: 30.000 kr.

ATH. Greiða þarf 15.000 kr. staðfestingargjald við skráningu inn á reikning 0142-26-000920 kt. 460712-0920.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 8 manns

Skráning

Öryggi á fjöllum – Þriðjudaginn 24. október frá kl. 19:00-22:00.

Nú þegar haustar og styttist í rjúpnaveiðitímabilið er ekki úr vegi að fá upplýsingar um helstu öryggisatriði og græjur sem nauðsynlegar eru þegar halda skal á fjöll. Reynslumiklar fjallageitur úr Björgunarsveitinni Suðurnes munu sjá um fræðsluna.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Björgunarsveitina Suðurnes.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Kennari: Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Suðurnes

Verð: 2.000 kr. Námskeiðsgjald rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 30 manns

Skráning